Þóra segir skilið við Stöð 2

Þóra Björg Clausen.
Þóra Björg Clausen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2.

Þetta kemur fram á Vísi en Þóra greindi frá ákvörðuninni á Facebook.

„Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman,“ sagði Þóra í færslunni.

Þóra er þriðji starfsmaður Stöðvar 2 sem ákveður að hætta það sem af er ári.

Í síðustu viku var greint frá því að Eva Georgs Ásudóttir hefði samið um starfslok sem sjónvarpsstjóri og að Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hefði ákveðið að hætta sem dagskrárgerðarmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert