Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna vinnuslyss í Ólafsvík.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.
Þyrlan er komin á slysstað en Ásgeir gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.