Tölvukerfi Toyota og Bílanausts liggja niðri vegna tölvuárásar.
Þetta staðfestir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota.
Hann segir enn ekki liggja fyrir af hvaða toga árásin sé en að frekari upplýsingar muni liggja fyrir á næstu klukkustundum.
„Þetta er í raun það eina sem við vitum.“
Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur aðstoðað tölvudeild Toyota við að leysa úr vandanum frá því að hann uppgötvaðist í morgun.