Kröftugasta hrinan frá síðasta gosi

Óróamælir á Dyngjuhálsi nærri Bárðarbungu sýnir hvað gengið hefur á …
Óróamælir á Dyngjuhálsi nærri Bárðarbungu sýnir hvað gengið hefur á í morgun. Hver lína táknar korter í tíma og nýjustu línurnar eru neðstar.

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Bárðarbungu í morgun er sú kröftugasta frá því eldgos braust út frá eldstöðinni og kom upp í Holuhrauni árið 2014.

Um 130 jarðskjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst og mældist stærsti skjálftinn 5,1 að stærð kl. 8.05 í morgun, samkvæmt uppfærðu mati Veðurstofunnar, en hann hafði áður verið metinn 4,9 að stærð.

Virknin farið vaxandi síðustu mánuði

Hreyfingar í jarðskjálftunum í morgun þykja samræmast aukinni þenslu af völdum kvikusöfnunar sem hefur staðið yfir frá síðustu eldsumbrotum, að því er segir í tilkynningu

Jarðskjálftavirkni hefur farið vaxandi í Bárðarbungu síðustu mánuði, eins og greint hefur verið frá. Mældust til að mynda fjórir skjálftar um eða yfir 5 að stærð á síðasta ári.

Samhliða því hefur mælst hraðari aflögun vegna kvikuinnstreymis á dýpi undir Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert