Kvika safnast fyrir og land rís við Svartsengi

Vinna við varnargarða nærri Svartsengi. Mynd úr safni.
Vinna við varnargarða nærri Svartsengi. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvika heldur áfram að safnast fyrir undir Svartsengi á Reykjanesskaga. Land rís þar enn.

Haldi kvikusöfnun áfram á sama hraða verða tólf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi í lok þessa mánaðar, eða í byrjun febrúar.

Samhliða því munu aukast líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi, að mati Veðurstofu þar sem stuðst er við líkanreikninga.

Í tilkynningu er tekið fram að líkönin séu reist á áætluðu kvikuinnflæði á hverjum tíma en litlar breytingar á því innflæði geti haft áhrif á matið á mögulegum tímasetningum næsta eldgoss.

Enn gætir fárra skjálfta í kringum Svartsengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert