Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann muni tilkynna ákvörðun sína um það hvort hann bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum „þegar þar að kemur.“
Þetta segir hann í samtali við mbl.is.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í gær að breyta ekki dagsetningu landsfundar flokksins. Fer hann því fram dagana 28. febrúar til 2. mars í Laugardalshöllinni.
Guðlaugur Þór er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við framboð á komandi landsfundi.