Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný nú á ellefta tímanum en honum var lokað í nótt vegna mikils vatnsaga auk þess sem nokkur umferðaróhöpp urðu á heiðinni.
Á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is, segir að vegurinn sé lokaður yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði þar sem brúin hafi skemmst vegna vatnavaxta.
Vegagerðin vekur athygli á því að eftir miklar hitabreytingar undanfarna daga hafi myndast mjög slæmar holur á mörgum stöðum. Vegfarendur eru beðnir um að hafa það í huga og aka varlega en unnið er við viðgerðir eins hratt og hægt er.