Hjartað í starfseminni

Eyjólfur G. Guðmundsson.
Eyjólfur G. Guðmundsson.

Fyrstu störf Eyj­ólfs G. Guðmunds­son­ar hjá Pósti og síma fyr­ir um 51 ári fólust í að flokka bréf í póst­hólf fyr­ir­tækja og ein­stak­linga í Póst­hús­inu í Póst­hús­stræti, en hann hef­ur lagt mikið af mörk­um í þróun tækni­mála Pósts­ins. „Lang­skemmti­leg­ast hef­ur verið að taka þátt í nýj­ung­um, þróa nýja þjón­ustu.“

Hjón­in Eyj­ólf­ur og Nanna Katrín Guðmunds­dótt­ir eiga tvær dæt­ur og tvö barna­börn. Hann var áður í tón­list­ar­námi og kenndi um tíma á klass­ísk­an gít­ar í Tón­skóla Sig­ur­jóns D. Krist­ins­son­ar, var í bíl­skúrs­bönd­um og byrjaði aft­ur að spila um fimm­tugt, m.a. í hljóm­sveit­un­um Suður­sveit og Nátttröll­um. „Það tók sig upp gam­alt bros,“ seg­ir hann og boðar frek­ari út­gáfu.

Til­vilj­un

Í árs­byrj­un 1974 tók Eyj­ólf­ur, sem nú er teym­is­stjóri viðskipta­kerfa hjá Póst­in­um, sér frí frá mennta­skóla­námi og byrjaði að vinna hjá Pósti og síma, ætlaði sér að vera til hausts og halda þá áfram námi. „Starfs­lok­in frestuðust um eitt ár og svo aft­ur um eitt ár og síðan hafa þau ekki verið á dag­skrá, þótt það stytt­ist í að ég hætti vegna ald­urs.“

Fyrstu skref­in í póst­hús­inu voru ekki auðveld. „Mér gekk frek­ar illa að muna hver væri í hvaða hólfi og þurfti gjarn­an að spyrja yf­ir­mann­inn um eitt fyr­ir­tæki. „Mundu bara eft­ir app­el­sín­un­um í þessu hólfi,“ sagði hann, en viðkom­andi fyr­ir­tæki flutti inn ávexti og ég gleymdi því ekki eft­ir þessa teng­ingu.“

Eyj­ólf­ur fór í Póst­skól­ann á vinnu­tíma. Fræðslan fólst í bók­legu námi og vinnu á ýms­um deild­um og vinnslu­stöðum fyr­ir­tæk­is­ins. Þannig kynnt­ist hann starf­sem­inni vel. 1982 hóf hann störf við inn­heimtu og gíró­bók­hald á Póst­gíró­stof­unni í Ármúla.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út mánu­dag­inn 14. janú­ar. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert