Ár og lækir hafa flætt yfir bakka sína

Það hækkaði hratt í Ölfusá í gærkvöld. Mynd úr safni.
Það hækkaði hratt í Ölfusá í gærkvöld. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan

Vegna mikilla rigninga og leysinga síðustu daga hafa ár og lækir flætt yfir bakka sína víða á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi.

Í athugasemdum sérfræðings á Veðurstofu Íslands segir að ísstíflur sem hafa myndast muni líklega losna að mestu leyti næstu daga.

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir í færslu á Facebook að nokkuð hratt hafi hækkað í Ölfusá neðan við Selfosskirkju í gærkvöld og hafi göngustígur neðan við Starmóa verið á floti auk þess sem ófært var að nýrri fráveitustöð þar sem vegurinn var á kafi í vatni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert