Bein útsending frá Mannamótum

Frá ráðstefnunni Mannamótum í Kórnum.
Frá ráðstefnunni Mannamótum í Kórnum. Ljósmynd/Mannamót

Ráðstefnan Mannamót Markaðsstofu landshlutanna fer í dag fram í Kórnum í Kópavogi, en þar kynna meðal annars landsbyggðarfyrirtæki þjónustu sína og vöruframboð fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Bein útsending verður frá ráðstefnunni í dag á milli 10 og 14, en þar verður meðal annars rætt við Hönnu Katrínu Friðriksson, nýjan ráðherra atvinnuvega, Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, Arnar Má Ólafsson ferðamálastjóra og fleiri góða gesti.

Mannamót eru hluti af ferðaþjónustuvikunni sem hófst á þriðjudaginn og lýkur í dag.

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sjö talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Markaðsstofurnar starfa í samvinnu við fyrirtæki í greininni, ferðamálasamtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og fleiri hagsmunaaðila um land allt.

Dagskráin í heild er eftirfarandi:

10:00 - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjori Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri

10:20 - Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands og Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands

10:40 – Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort

11:00 - Þurı́ður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin

11:20 – Ragnhildur Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Lava Show

11:40 - Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures

12:00 – Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar

12:20 – Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel

12:40 - Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu

13:00 – Hanna Katrı́n Friðriksson, atvinnuvegaráðherra

13:20 - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri

13:40 - Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristı́n Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert