Elliði útilokar formannsframboð

Elliði Vignisson, sveitarstjóri í Ölfusi útilokar formannsframboð á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir formann þurfa að velja úr röðum alþingismanna.

Þetta kemur fram í viðtali á vettvangi Spursmála þar sem talið berst meðal annars að yfirvofandi formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum.

Elliði segir að formaður flokksins verði að hafa aðgengi að sölum Alþingis til þess að geta sinnt skyldum sínum með fullnægjandi hætti.

Útilokar ekki aðkomu að stjórn flokksins

Hann útilokar hins vegar ekki framboð til embættis varaformanns eða ritara flokksins.

Orðaskiptin um þetta má sjá í spilaranum hér að ofan.

Viðtalið við Elliða og Magneu Gná Jóhannsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins má sjá í heild sinni hér að neðan:

 

Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.
Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. mbl.is/María Matthíasdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert