Fundur samninganefnda kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga fór fram í dag.
„Aðilarnir skiptust á skoðunum og settu fram hugmyndir. Þær eru núna til skoðunar og við eigum eftir að ákveða hvenær við hittumst aftur,“ segir Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, í samtali við mbl.is.
Ekki sé hægt að greina efnislega frá því sem fram fór á milli aðila fundarins.
„Við vitum ekki alveg hvort þetta hjálpaði okkur áfram,“ segir Ástráður. „Það var lögð fram hugmynd af hálfu annars samningsaðilans til skoðunar fyrir hinn og það var tekið leikhlé á meðan verið er að skoða það.“