E.coli baktería greindist í neysluvatni í Nesjum og á Höfn í Hornafirði.
Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar beðnir um að sjóða allt neysluvatn.
Sveitarfélagið Hornafjörður greinir frá þessu í færslu á Facebook.
„Heilbrigðiseftirlit Austurlands mun taka fleiri sýni til greiningar strax eftir helgi og mun veita frekari upplýsingar um stöðu mála um leið að þær liggja fyrir,“ segir í færslunni.
⚠E-coli baktería í neysluvatni ⚠ Sveitarfélagið hefur fengið tilkynningu um að E-Coli baktería hafi greinst í...
Posted by Sveitarfélagið Hornafjörður on Laugardagur, 18. janúar 2025