Flýttum sjónvarpsfréttum seinkaði um korter

Skjáskot/Rúv

Sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins fóru rúmum stundarfjórðungi síðar í loftið en áætlað var í kvöld. Ástæðuna má rekja til tæknibilunar í útsendingu þeirra.

Greint var frá biluninni á fréttavef Ríkisútvarpsins, ruv.is. Í frétt Rúv kom fram að tæknibilun valdi því að sjónvarpsfréttatími sem hefjast átti klukkan 18:30 væri ekki kominn í loftið og að unnið væri að viðgerð.

Færðar vegna strákanna okkar

Almennt fara sjónvarpsfréttir Ríkisútvarpsins í loftið klukkan 19 en þeim var flýtt til 18:30 vegna útsendingar frá leik Íslands og Kúbu á HM í handbolta karla sem hefjast átti klukkan 19.

Frétt RÚV var birt um klukkan 18:40 en um sex mínútum síðar fór sjónvarpsfréttatíminn í loftið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka