Fundu villtan mann á Fagradalsfjalli

Maðurinn var fljótur að koma til eftir að hann komst …
Maðurinn var fljótur að koma til eftir að hann komst inn í hlýjan björgunarsveitarbíl. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarsveitin Þorbjörn, ásamt fleiri sveitum af Suðurnesjum, voru kallaðar út í kvöld um klukkan 19 vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur, að því er Þorbjörn greinir frá á Facebook.

Maðurinn gat ekki með nokkru móti áttað sig á staðsetningu sinni enda komið svartamyrkur.

Var hann sem betur fer í símasambandi, að því er Þorbjörn greinir frá.

Fannst á Fagradalsfjalli

Maðurinn fannst heill á húfi við Stórhól á Fagradalsfjalli eftir rúmlega klukkustundar leit og var þá orðinn mjög blautur og kaldur.

Svokallað skítaveður var á vettvangi, suðaustan hávaða rok og rigning. Maðurinn var fljótur að koma til eftir að hann komst inn í hlýjan björgunarsveitarbíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka