Gripinn klæddur þýfi úr tveimur verslunum

Einstaklingur stal úr tveimur fataverslunum í póstnúmeri 101.
Einstaklingur stal úr tveimur fataverslunum í póstnúmeri 101. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna einstaklings sem stal úr tveimur fataverslunum í miðbæ Reykjavíkur í dag, að því er segir í dagbók lögreglu.

Skömmu síðar var hann handtekinn en hann var þá klæddur fatnaði sem hann hafði stolið úr verslununum tveimur.

Var hann í annarlegu ástandi og færður í fangaklefa þangað til rennur af honum víman svo hægt sé að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Ásamt fatnaðinum voru handlagðir aðrir munir sem stolið hafði verið úr fataverslununum.

„Blessunarlega fannst flest allt þýfið á aðilanum,“ segir í dagbókinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka