Heimaey og Herculaneum

Eldgosið í Heimaey. Horft yfir bæinn og gosmökkinn.
Eldgosið í Heimaey. Horft yfir bæinn og gosmökkinn. mbl/Ólafur K. Magnússon

Heimaey hefur iðulega verið líkt við Pompei, sem fór undir hraun og ösku þegar Vesúvíus gaus árið 79 eftir burð Krists. Hins vegar gæti verið nær að líkja Heimaey við bæinn Herculaneum, sem féll þegar Vesúvíus guas, því að þar koma líka við sögu bátar og flóttafólk.

Þetta er inntak greinar, sem Gísli Pálsson mannfræðingur skrifar í Sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Ferðalangar virða fyrir sér rústir í Herculaneum. Í fjarska má …
Ferðalangar virða fyrir sér rústir í Herculaneum. Í fjarska má sjá eldfjallið Vesúvíus.

„Bátafloti Vestmannaeyja gegndi lykilhlutverki í Eyjum þegar gos hófst þar 23. janúar 1973,“ skrifar Gísli og bætir við að 2010 hafi hafist söfnun frásagna Vestmannaeyinga, tæplega 5.000 manns, af sögulegum flótta þeirra til Þorlákshafnar.

Gísli segir að mannfræðingar séu oft uppteknir af samanburði til að varpa ljósi á sögu og mannlíf og það gildi einnig um sig. 

„En flóttinn í land var einstakur viðburður í Íslandssögunni, jafnvel á heimsvísu. Hvert á þá að sækja samanburð? Oft hefur verið sagt að Heimaey sé „Pompei norðursins“. Í báðum tilvikum fór fjölmenn og rótgróin byggð undir ösku. En þótt Pompei sé að sumu leyti heppileg til samanburðar við Heimaey held ég að bærinn Herculaneum, sem féll í sama gosi, eigi að sumu leyti betur við,“ skrifar Gísli og segir að bæði hafi þessir bæir verið ólíkir og örlög þeirra. 

„ Í Pompei hafði fólk ekkert ráðrúm og kafnaði á augabragði á fyrsta stigi gossins undir ösku, en íbúar Herculaneum sluppu vel. Þar féll í byrjun lítið af ösku og fólk tók að forða sér,“ skrifar Gísli.

Nánar má lesa um málið í grein Gísla Pálssonar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert