Eldur kviknaði í íbúð í Háaleitishverfi í gærkvöld og fór dælubíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang.
Íbúum tókst að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á staðinn en kviknað hafði í gardínu út frá kerti. Íbúðin var reykræst og engar skemmdir urðu á henni að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þetta var eina útkall dælubíla slökkviliðsins í gærkvöld og í nótt en töluvert var um sjúkraflutninga.