Myndskeið: Björgunarsveitir ganga í hús

Björgunarsveitir í Neskaupsstað og á Seyðisfirði undirbúa nú rýmingu svæða vegna yfirvofandi snjóflóðahættu.

Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 12 á hádegi ívegna snjóflóðahættu en klukkan 18 taka rýmingar gildi á íbúðarsvæði og atvinnuhúsnæði í bæjunum tveimur.

Fjöldahjálpastöðvar voru opnaðar í Egilsbúð í Neskaupstað og í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan 13 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert