Appelsínugular viðvaranir á Austurlandi og Austfjörðum

Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi.
Úrkomuspá klukkan 12 á hádegi. Kort/Veðurstofa Íslands

Það eru appelsínugular viðvaranir á Austurlandi og Austfjörðum vegna norðaustanhríðar og mikillar snjókomu á Austfjörðum.

Á Austurlandi að Glettingi gildir appelsínugul viðvörun til klukkan 14 í dag og til miðnættis á Austfjörðum. Þá eru gular viðvarnir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Í dag er spáð norðaustan 13-20 m/s. Það verður snjókoma, einkum norðaustan til, en að mestu þurrt vestanlands. Það dregur úr vindi. Hitinn verður um frostmark, en mildara á Suðausturlandi.

Á morgun verður minnkandi norðanátt og hæg breytileg átt seinnipartinn. Það verður skýjað með köflum og stöku él norðaustan til fram eftir degi. Veður fer kólnandi og frost verður 1 til 10 stig um kvöldið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert