Hlaupi úr Grímsvötnum lokið

Flogið yfir Vatnajökul, ení forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar …
Flogið yfir Vatnajökul, ení forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um það bil tíu dögum, lokið.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftavirkni í Grímsvötnum hafi ekki aukist á meðan hlaupinu stóð, en nokkrir skjálftar undir 2 að stærð mældust í síðustu viku. 

Þá segir enn fremur að þrýstiléttir vegna jökulhlaupsins hafi ekki haft í för með sér aukna virkni í Grímsvötnum á meðan hlaupinu stóð. 

Fluglitakóði fyrir Grímsvötn hefur því verið lækkaður í grænan eftir að hafa tímabundið verið hækkaður í gulan á meðan hlaupið náði hámarki. 

Þótt jökulhlaupinu sé lokið heldur Veðurstofa Íslands áfram að fylgjast náið með virkni á svæðinu.

Línurit sem sýnir vatnshæð í Gígjukvísl frá 11. - 20. …
Línurit sem sýnir vatnshæð í Gígjukvísl frá 11. - 20. janúar 2025. Þar sést að hámarks vatnshæð mældist þann 15. janúar. Línurit/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert