Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum

Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður.
Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður. Ljósmynd/Landsbjörg

Hringvegurinn er lokaður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðadalsvíkur og hins vegar á milli Hafnar og Djúpavogs en fallið hafa snjóflóð yfir veginn í Kambanesskriðum og í Hvalnesskriðum.

Þetta kemur fram á veg Vegagerðarinnar, umferðin.isÓfært er á Vatnsskarði eystra, Öxi og Breiðdalsheiði sem og milli Breiðdalsvíkur og Þvottár. Vegurinn til Norðfjarðar er lokaður vegna veðurs og sömu sögu er að segja um veginn yfir Fjarðarheiði.

Á Vestfjörðum er vegurinn um Dynjandisheiði ófær vegna snjóa og á Norðurlandi er Siglufjarðarvegur ófær og Öxnadalsheiði er lokuð. Þá er vegurinn um Víkurskarð lokaður vegna veðurs.

Ófært er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og þá er ófært á Hófaskarði og Hólaheiði.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir víða um landið og eru vegfarendur beðnir um að kynna sér aðstæður áður en þeir leggja af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert