Í annarlegu ástandi með óspektir í fjölbýlishúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla var kölluð til vegna manns sem var með óspektir í fjölbýlishúsi í miðbænum þar sem hann var gestkomandi. Hann var í annarlegu ástandi og eftir komu á lögreglustöð var það mat lögreglu að ekki væri hægt að sleppa manninum fyrr en runnið væri af honum. Hann var því vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 40 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í akstri grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða áfengis. Þeir voru allir lausir eftir aðgerðir lögreglu.

Ökumaður var sektaður fyrir of hraðan akstur en sá ók á 102 km/klst þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og þá voru nokkrir ökumenn kærðir vegna minniháttar umferðarlagabrota, t.d. akstur án réttinda og akstur gegn rauðu ljósi.

Lögregla var kölluð til vegna slagsmála þar sem tveir menn höfðu slegist eftir ágreining. Annar maðurinn var farinn og vildu þeir hvorugir aðkomu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert