Lentu í vandræðum á Fjarðarheiði

Nokkur fjöldi fólks lenti í vandræðum á Fjarðarheiði í gær.
Nokkur fjöldi fólks lenti í vandræðum á Fjarðarheiði í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Fjöldi fólks lenti í vandræðum á Fjarðarheiði í gær vegna veðurs. Björgunarsveitir á Héraði og Seyðisfirði voru ræstar út. Þá var ruðningstæki fast við Efri-Staf og nokkrir bílar þar á eftir sem komust hvergi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitin Ísólfur hafi haldið á heiðina á öflugum trukk og að björgunarsveitin Hérað hafi lagt á heiðina Egilsstaðamegin á snjóbíl.

Aðstæður á Fjarðarheiði í gær.
Aðstæður á Fjarðarheiði í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Snjóblásari greiddi leiðina

Var færðin svo slæm að á endanum var ákveðið að senda snjóblásara frá Seyðisfirði sem blés upp að afleggjara að skíðaskólanum í Stafdal. Þannig varð aftur fært niður á Seyðisfjörð. Bílalestin fór svo í kjölfar moksturstækis niður á Seyðisfjörð.

Var aðgerðum lokið um klukkan hálf sjö í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert