Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn stefna í verkfall

Félagsmenn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa samþykkt verkfallsboðun.
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa samþykkt verkfallsboðun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn munu hefja verkfall 10. febrúar ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna samþykktu verkfallsboðun, en atkvæðagreiðslu um boðunina lauk í hádeginu.

Á kjörskrá voru 1.163 félagsmenn og var kjörsókn 44.1% eða 513 atkvæði. 87.9% sögðu já, 451 atkvæði, 6% sögðu nei, 31 atkvæði og 6% tóku ekki afstöðu eða 31 atkvæði.

Í tilkynningu frá félaginu segira ð LSS muni að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir kl. 08:00 þann 10. febrúar ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum.

Samningsaðili LSS er Samband íslenskra sveitarfélaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert