Starf Víðis laust til umsóknar

Víðir Reynisson hefur fært sig um set og er nú …
Víðir Reynisson hefur fært sig um set og er nú sestur á þing fyrir Samfylkinguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkislögreglustjóri auglýsir starf yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra laust til umsóknar.

Um er að ræða starf sem Víðir Reynisson, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, sinnti um árabil. 

Fram kemur í auglýsingunni, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, að sviðsstjóri beri ábyrgð á að áherslur og starfsemi almannavarnasviðs séu í samræmi við lögbundið hlutverk og stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum, sem og í samræmi við markmið og stefnu embættisins.

„Hann er leiðandi í ákvarðanatöku um starfsemi og verklag almannavarna sem og innleiðingu nýjunga er stuðla að auknum gæðum, gagnreyndum starfsháttum og hafa það að markmiði að auka öryggi almennings. Sviðsstjóri tryggir hámarksnýtingu fjármagns og mannauðs í því skyni að tryggja öruggara samfélag sem og veita framúrskarandi þjónustu til hagsmunaaðila. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og krefst góðrar samskiptihæfni og áhuga á að leiða breytingar og eflingu liðsheildar,“ segir í auglýsingunni. 

Tekið er fram að umsóknarfrestur sé til og með 3. febrúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert