Truflanir hafa áhrif á netbanka og rafræn skilríki

Tekið er fram að greiðslukort virki í verslunum.
Tekið er fram að greiðslukort virki í verslunum. Ljósmynd/Colourbox

Rekstrartruflanir eru í gangi þessa stundina hjá Reiknistofu bankanna og er unnið er að greiningu.

Fram kemur tilkynningu að allt bendi til að truflanir tengist rekstri innan RB.

„Áhrifin eru að virkni netbanka eru takmörkuð og virkni rafrænna skilríkja er takmörkuð. Greiðslukort virka í verslunum,“ segir í tilkynningunni. 

Á vef Auðkennis segir að vegna truflana á netþjónustu kunni að vera tafir á þjónustu Auðkennis.

„Verið er að vinna að lagfæringum og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Við bendum á að rafræn skilríki í Auðkennisappi og á Auðkenniskortum virka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert