Aflétta rýmingu ef spá gengur eftir

Svo gæti farið að rýmingum verði aflétt.
Svo gæti farið að rýmingum verði aflétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rýmingum á Austurlandi verður aflétt í dag ef veðurspár ganga eftir.

Afar snjóþungt hefur verið víða á Austurlandi undanfarna daga, færð verið þung, bilanir á rafmagni og rýmingar vegna snjóflóðahættu.

Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna.

Nær engin snjókoma í kortunum

„Það er stefnt að því að aflétta rýmingu í dag ef spár ganga eftir,“ segir Hjördís.

Nær engri snjókomu er spáð næstu daga, fram á laugardag. Þá gætu hitatölur farið yfir frostmark á svæðinu með rigningu í kortunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert