Rýmingu aflétt á Seyðisfirði

Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður. Kort/Map.is

Öllum rýmingum hefur verið aflétt á Seyðisfirði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

„Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að aflýsa hættustigi á rýmingarsvæðum á Seyðisfirði frá klukkan 14:00 í dag. Öllum rýmingum á Seyðisfirði hefur því verið aflétt. Íbúum á rýmingarsvæðum er óhætt að snúa heim og starfsemi hjá fyrirtækjum á rýmdum svæðum má hefjast að nýju,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert