Flokkur fólksins fær ekki styrk í ár

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkur fólksins fær ekki styrk úr ríkissjóði í ár enda verða lagaskilyrði ekki uppfyllt í tæka tíð. Samkvæmt lögum skal greiða ríkisstyrki til stjórnmálaflokka fyrir 25. janúar á ári hverju, þ.e. í síðasta lagi á föstudag, og þurfa skilyrði áður að vera uppfyllt.

Formaður flokksins, Inga Sæland, telur flokkinn ekki geta uppfyllt skilyrðin fyrr en að afloknum landsfundi í febrúar.

Ekki hafa borist svör frá fjármálaráðherra um hvort flokknum beri að endurgreiða oftekna styrki liðinna þriggja ára, en Inga segir það ekki standa til.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert