Vörur í matvöruversluninni Prís eru að meðaltali 4% ódýrari en vörur í Bónus. Í einstaka vöruflokkum geta vörur í Prís verið allt að 12% ódýrari, samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands.
Rúmlega 500 vörur sem eru seldar í báðum verslunum voru bornar saman og var ein vara sem var með sama verðlag á milli verslana.
Fjórar vörur voru 25% ódýrari í Bónus 509 vörur í Prís voru 0,2-48% lægri í verði í Prís.
Stærsti verðmunurinn var á stóru heimilisbrauði frá Myllunni þar sem brauðið var tæplega helmingi ódýrara í Prís en Bónus.
„Sá mikli munur skýrir hvers vegna verðbilið á milli Prís og Bónus er að meðaltali mest í flokknum brauð eða tæp 12%. Aðrir flokkar sem eru umtalsvert ódýrari í Prís en Bónus eru sælgæti (7,9%), kaffi (7,8%) og gos (6,4%).
Prís hefur verið ódýrasta matvöruverslunin í reglulegum samanburði verðlagseftirlitsins frá opnun verslunarinnar.