Yfir níu þúsund atvinnulausir í desember

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Í desember 2024 voru 9.200 atvinnulausir á Íslandi.

Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 3,9%, hlutfall starfandi 78,2% og atvinnuþátttaka 81,4%.

Þetta kemur fram í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar.

Þá jókst árstíðaleiðrétt atvinnuleysi um 1,2 prósentustig á milli mánaða. Hlutfall starfandi hækkaði um 0,7 prósentustig og atvinnuþátttaka jókst um 1,8% prósentustig.

Mælt atvinnuleysi í desember var 3,8%, mæld atvinnuþátttaka 79,8% og var hlutfall starfandi samkvæmt mælingu 76,7%.

Ljósmynd/Hagstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert