Beraði sig fyrir utan eldhúsglugga

Var athæfi mannsins talið til þess fallið að særa blygðunarsemi …
Var athæfi mannsins talið til þess fallið að særa blygðunarsemi konunnar. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa berað sig fyrir utan eldhúsglugga konu. Samkvæmt ákæru embættis héraðssaksóknara beraði maðurinn kynfæri sín og handlék þau og þótti með því sýna af sér ósiðlegt og lostugt athæfi.

Var athæfi mannsins talið til þess fallið að særa blygðunarsemi konunnar.

Farið er fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar, en jafnframt fer konan fram á 800 þúsund krónur í skaðabætur vegna málsins.

Í ákærunni hefur verið afmáð hvar athæfi mannsins átti sér stað, en það átti sér stað að morgni 12. September árið 2023 og er málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Hákon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert