Kastaði glerglasi í gest á English Pub

Árásin átti sér stað á English Pub í Austurstræti, en …
Árásin átti sér stað á English Pub í Austurstræti, en þar er einmitt landsþekkt lukkuhjól sem gestir staðarins í gegnum árin þekkja vel. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa kastað glerglasi í andlit á gesti á English Pub í Austurstræti í Reykjavík í júní árið 2022.

Í ákæru málsins kemur fram að fórnarlambið hafi hlotið skurð í gegnum vinstri augabrún vegna árásarinnar.

Farið er fram á að konan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert