Andrés Magnússon
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir að Degi B. Eggertssyni sé ætlað hlutverk innan þingflokksins líkt og öðrum þingmönnum, það komi betur í ljós þegar þing kemur saman. Hins vegar vill hún hvorki neita því né játa að hafa rætt það við Dag að hann yrði þingflokksformaður.
Staða Dags B. Eggertssonar innan Samfylkingarinnar var töluvert rædd í aðdraganda kosninga. Þá birti kjósandi í Grafarvogi, sem ekki hugnaðist að fv. borgarstjóri væri á lista Samfylkingarinnar, svar frá Kristúnu. Þar sagði hún að Dagur væri ekki ráðherraefni og í raun „aukaleikari“ á listanum, en ef það sefaði ekki áhyggjur kjósandans gæti hann auðveldlega strikað hann út í kjörklefanum.
Að kosningum loknum kom það Degi hins vegar í opna skjöldu að verða ekki þingflokksformaður, en hann lét hafa eftir sér að hann hefði gert ráð fyrir því.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.