Tveir gistu í fangaklefa

Einn var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna.
Einn var handtekinn grunaður um sölu fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls var 41 mál bókað í kerfi lögreglunnar frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun og gistu tveir í fangaklefa.

Lögregla hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum fyrir ýmis brot, m.a. tala í farsíma undir stýri, hraðakstur, aka gegn rauðu ljósi og aka undir áhrifum.

Þá var eitt ökutæki boðað í skoðun vegna filma í rúðum bílsins.

Þá var einn handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna. Er málið nú í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert