Unnið er nú að því að slökkva eld sem kviknaði í bíl í Strýtuseli í Seljahverfinu í Breiðholti.
Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn slökkviliðsbíll ræstur út vegna eldsins. Eldurinn er staðbundinn við bílinn og er engin hætta talin á útbreiðslu.
Enginn slasaðist við brunann og liggur orsök hans ekki fyrir að svo stöddu.