Skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi ráðherra dómsmála.
Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi ráðherra dómsmála. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisfélag Hveragerðis skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins.

Í ályktun félagsins segir að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“

Þá hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé.

Þórdís tekur ekki slaginn

Undanfarnar vikur hafa fjórir verið sterklega orðaðir við framboð til formanns. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

Í yfirlýsingu á Facebook í gær greindi Þórdís Kolbrún, sem er varaformaður flokksins, að hún myndi ekki gefa kost á sér á landsfundinum.

Hinir frambjóðendurnir hafa ekki greint frá ákvörðun sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert