Þriggja stiga skjálfti nærri Bláfjöllum

Hér má sjá hvar skjálftinn mældist.
Hér má sjá hvar skjálftinn mældist. Kort/map.is

Þriggja stiga skjálfti mældist klukkan 6.06 í morgun 5,5 kílómetrum suðsuðvestur af Bláfjallaskála.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Tveir skjálftar fylgdu í kjölfarið á sömu slóðum. Annar var 0,9 að stærð og hinn 1,5 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert