Hálka er á öllum helstu vegum höfuðborgarsvæðisins. Þá er snjóþekja eða krapi og snjókoma mjög víða á Suðvesturlandi, t.d. á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði.
Þæfingsfærð er á Krýsuvíkurvegi og Bláfjallavegi.
Á Suðurlandi er snjóþekja eða hálka á öllum helstu leiðum en unnið er að mokstri. þæfingsfærð er á flestum útvegum.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is.
Á Vesturlandi er varað við snóþekju á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Vatnaleið og víðar, en hálka eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum.
Á Vestfjörðum er varað við hálku eða hálkublettum á mörgum leiðum.
Á Norðurlandi er snjóþekja með éljagangi víða en hálka á stöku stað. Hálka er víða með skafrenningi eða éljagangi á Norðausturlandi. Á Hólasandi er þæfingur en unnið er að mokstri.
Á Austurlandi er flughálka á Heiðarenda, Upphéraðsvegi, Skriðdals og Breiðdalsvegi.
Krapi er á Fagradal og Fjarðarheiði. Hálka er á nokkrum útvegum en greiðfært víða með ströndinni.