Hótelturninn nokkuð á eftir áætlun

Uppsteypa á lyftu- og stigahúsi er í fullum gangi.
Uppsteypa á lyftu- og stigahúsi er í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 er farinn að teygja sig til himins og er búið að steypa bílakjallara og fyrstu hæðirnar.

Kettle Collective, arkitektastofa skoska arkitektsins Tonys Kettles, fer með hönnun útlits hótelsins en fram kom í samtali við Kettle í Morgunblaðinu í ársbyrjun 2020 að skapa ætti nýtt kennileiti í borginni.

Hótelturninn verður 17 hæðir og með 210 herbergjum. Steypt verður lyftu- og stigahús og stáleiningum raðað utan um það.

Framkvæmdir við íbúðir við hlið hótelsins eru langt komnar.
Framkvæmdir við íbúðir við hlið hótelsins eru langt komnar. mbl.is/Baldur

Með útsýni yfir sundin

Fram kom í Morgunblaðinu 14. mars sl. að á annarri efstu hæð hótelsins yrði bar með útsýni yfir miðborgina og sundin og fyrir ofan hann yrði útsýnisverönd á þakinu. Var þá áformað að taka hótelið í notkun vorið 2025 en ljóst er að sú tímaáætlun hefur tekið breytingum.

Atli Kristjánsson, framkvæmdastjóri verkefnisins, sagði við það tilefni að verkefnið hefði hafist árið 2018 með niðurrifi eldri bygginga.

Farsóttin hefði hins vegar valdið því að verkefnið var sett á ís. Samhliða byggingu hótelsins yrðu byggðar 27 íbúðir við hlið þess, á Skúlagötu 26, en þær yrðu fyrir almennan markað og ættu að koma í sölu í árslok 2024 eða í byrjun þessa árs. Salan er ekki hafin. Ekki náðist í Atla við vinnslu fréttarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert