Ýmsir þekktir sjálfstæðismenn létu sjá sig á blaðamannafundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í dag þar sem hún tilkynnti að hún sæktist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi í lok febrúar.
Þó sást ekki til nokkurs þingmanns Sjálfstæðisflokksins á fundinum, að Áslaugu undanskildri.
En meðal gesta voru fyrrverandi þingmenn og ráðherrar, bæði núverandi og fyrrverandi borgarfulltrúar flokksins og hið ýmsa fólk úr atvinnulífinu.
Auk þess var mótframbjóðandi Áslaugar á svæðinu, Snorri Ásmundsson myndlistamaður.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra úr röðum sjálfstæðismanna.
mbl.is/Hákon
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.
mbl.is/Hákon
Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is/Hákon
Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is/Hákon
Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Andri Ingason, fjármálaráðgjafi og stjúpbróðir Áslaugar Örnu.
mbl.is/Hákon
Snorri Ásmundsson, mótframbjóðandi Áslaugar Örnu, Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Ragnar „Rax“ Axelsson ljósmyndari.
mbl.is/Hákon
Hjálmar Jónsson, fyrrverandi þingmaður og dómkirkjuprestur.
mbl.is/Hákon
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks.
mbl.is/Hákon
Til hægri stendur Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
mbl.is/Hákon
Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður var á svæðinu fyrir hönd Ríkisútvarpsins en við hlið hennar stendur Ólöf Skaftadóttir, ráðgjafi og hlaðvarpsstjórnendi.
mbl.is/Hákon
Magnús Ragnarsson og Sveinn Tryggvason
mbl.is/Hákon
Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi alþingismaður og ráðherra og Drífa Hjartardóttir fyrrverandi alþingismaður.
mbl.is/Hákon