Yrði yngsti formaður sögunnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á fundi í …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt á fundi í Sjálf­stæðissaln­um við Aust­ur­völl í dag. mbl.is/Hákon

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins ef hún verður kjörin í hlutverkið á landsfundi flokksins. Hún er á 35. aldursári.

Hún kynnti framboð sitt til formanns á fundi í Sjálf­stæðissaln­um við Aust­ur­völl í dag. Landsfundur verður haldinn 28. febrúar til 2. mars.

Þorsteinn Pálsson var 36 ára þegar hann var kjörinn formaður 6. nóvember 1983 og er því enn sá yngsti í sögu flokksins.

Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður, var 39 ára þegar hann var kjörinn formaður 29. mars 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert