Loka þurfti flugbraut á Reykjavíkurflugvelli fyrir stundu vegna óhapps eftir að flugvél fór út af brautinni við lendingu. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að engin slys hafi orðið á fólki.
Vélinni, TF-FFL, kennsluvél af gerðinni Cessna Skyhawk C-172N, hlekktist á við lendingu um ellefuleytið í morgun og var flugbrautinni lokað á meðan rannsóknarnefnd samgönguslysa kannaði vettvang.
Að sögn Guðjóns er verið að fjarlægja vélina og þá muni flugbrautin opna á nýjan leik. Segir hann að hinni flugbrautinni hafi ekki verið lokað vegna atviksins.
Flugi Icelandair, FI36, var frestað vegna atviksins og er nú á áætlun kl. 13.10, þar til frekari upplýsingar berast.