Í dag verður suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Það verður skýjað vestanlands og él síðdegis en víða bjart með köflum.
Á morgun verður breytileg átt 3-8 m/s og víða dálítil snjókoma eða él. Frost verður 9-12 stig og verður kaldast inn til landsins norðaustan til.
Það var víða nokkuð kalt á landinu í nótt og til að mynda mældist 16 stiga frost við Mývant og á Kárahnjúkum.