Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði á ný. Lokað var fyrir umferð í báðar áttir á heiðinni fyrr í kvöld vegna mikils hvassviðris.
Á vef Vegagerðarinnar segir að unnið sé að snjómokstri á svæðinu og að vegyfirborðið sé þakið af vatnsmettuðum snjó sem er allt að 10 sentímetrar að þykkt.
Hvöss suðaustanátt gengur nú yfir landið og er búist við órólegu veðri um helgina með hvassviðri og talsverðri úrkomu.