Nóg hefur verið að gera hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu frá því seinni partinn í dag að sinna útköllum er varða vatnsleka. Öll útköllin hafa verið í heimahús.
Þetta segir Jón Kristinn Valsson, innivarðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.
Hann segir að útköll tengd vatnslekum séu komin yfir 15 en að ekkert stórt tjón hafi verið.
Mikil rigning hefur verið í borginni í dag og er biðlað til fólks að huga að niðurföllum og passa að þau séu ekki stífluð til að koma í veg fyrir vatnsleka.