Brynjar og Jónas Þór metnir hæfastir

Brynjar Níelsson og Jónas Þór Guðmundsson.
Brynjar Níelsson og Jónas Þór Guðmundsson. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Stjórnarráðið

Jónas Þór Guðmundsson er hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness og Brynjar Níelsson lögmaður er hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfi umsækjenda um embætti dómara. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að nefndin hafi skilað sínum umsögnum til dómsmálaráðherra. 

Ráðuneytið auglýsti í Lögbirtingablaðinu embættin tvö laus til umsóknar 15. nóvember.

Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar setningu í embætti dómara með starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur, sem fyrr segir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert