Höfða mál gegn Kennarasambandinu

Sambandið hefur óskað eftir að málið fái flýtimeðferð fyrir Félagsdómi.
Sambandið hefur óskað eftir að málið fái flýtimeðferð fyrir Félagsdómi. Ljósmynd/Colourbox

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi gegn Kennarasambandi Íslands og krefst þess að verkföll Kennarasambands Íslands, sem nú hafa skollið á að nýju, verði dæmd ólögmæt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sambandsins

Þar segir að það telji að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í ákvæðinu felist að verkfall skuli ná til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda.

„Að mati Sambandsins eru verkfallsaðgerðirnar ólögmætar enda taka þær ekki til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi sem starfa hjá sama sveitar­félagi. Þar að auki telur Sambandið að verkföll KÍ feli í sér ólögmæta mismunun enda standi þau í vegi fyrir því að hluti leik- og grunnskólabarna fái notið grundvallarréttinda sinna til menntunar, fræðslu og velferðar. Gangi verkföllin t.a.m. gegn jafnræðis- og meðalhófsreglum.

Sambandið hefur óskað eftir að málið fái flýtimeðferð fyrir Félagsdómi,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert