Leiðum er lokað í Heiðmörk vegna vatnsverndar

Hingað og ekki lengra. Vegi er lokað og vatnsból nærri.
Hingað og ekki lengra. Vegi er lokað og vatnsból nærri. mbl.is/Hákon

„Heiðmörk er opið svæði og fólki á þar að vera greið leið. Enginn getur í sjálfu sér verið á móti vatnsvernd, en einhver lausn á aðgengi ætti þó að finnast,“ segir Jóhannes Benediktsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Skilti voru nýlega sett upp í norðri og suðri við veginn sem liggur í gegnum Heiðmörk, skógræktarsvæði höfuðborgarsvæðsins, þar sem tilgreint er að lokað sé fyrir umferð bíla. Sagt er að þetta sé vegna óöruggra akstursskilyrða og vatnsverndar. Þannig má segja að fari allt á versta veg og bílar festist geti hlotist af mengun, það er á verndarsvæði vatnsbóla borgar og bæja sem þarna eru í grenndinni.

Í suðri, innan Garðabæjar, er skiltið nærri Vífilsstaðahlíð og Búfellsgjá, en að norðan nærri Þingnesvegi og Helluvatni. Þarna á milli eru um 8 kílómetrar. Ekki er tiltekið hvenær aftur megi aka þarna um. Tekið skal fram að ekki eru slár eða hlið sem leiðinni loka og ekki er á skiltunum tilgreint hvort þeim sem þar fara um verði gerð refsing.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert